Almennar fréttir
Jólahefti Rauða krossins 2021 er komið út
03. desember 2021
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2021 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólapeysur sem fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið á móti í gegnum tíðina prýða jólamerkimiðana í ár.
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2021 eru farnir í dreifingu umallt land.
Jólapeysur sem fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið á mótií gegnum tíðina prýða jólamerkimiðana í ár. Fatasöfnun Rauða krossins ermikilvægur hlekkur í endurvinnslukeðjunni á Íslandi og mikilvæg fjáröflun fyrirverkefni félagsins. Öll föt sem eru gefin í fatagáma okkar og síðan keypt íverslunum Rauða krossins víða um land skila sér til mannúðarmála, því nýtistallur ágóðinn af fataverkefni Rauða krossins í neyðaraðstoð bæði hér á Íslandiog erlendis.
Rauði krossinn vill hvetja þig að nota miðana þótt þú hafirekki tök á að greiða fyrir þá.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið1900 og styrkir um 2.900 kr.
- Greiðir í gegnum Kass (7783609)
- Greiðir í gegnum Aur(1235704000)
Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegu hjálpar- ogmannúðarstarfi um allt land. Starf félagsins miðar að því að bæta íslensktsamfélag og bregðast við á neyðarstundu.
Rúmlega 3.000 sjálfboðaliðar bera starfið uppi, en þeirstarfa í anda grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi ogóhlutdrægni.
Rauði krossinn hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar váber að garði á Íslandi þar sem félagið er hluti af Almannavörnum ríkisins.
Með því að greiða jólamerkimiðana styður þú viðinnanlandsstarf Rauða krossins, enverkefni Rauða krossins yfir hátíðarnar styðja vel við þá sem upplifaeinmanaleika, sorg og áhyggjur.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina á HjálparsímaRauða krossins allan sólahringinn, aðfangadag sem og aðra daga. Ekkert vandamáler of stórt eða of lítið fyrir Hjálparsímann.
Rauði krossinn á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jólameð þökk fyrir veittan stuðning á liðnum árum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.