Almennar fréttir
Jarðskálftar: Varnir og viðbúnaður
24. febrúar 2021
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is
\r\n
//Polski ponizej//
//English below//
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrög og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is
Upplýsingar:
Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér.
Eftirskjálftar
Eftir jarðskjálfta fylgja jafnan eftirskjálftar. Verið viðbúin slíkum skjálftum. Jarðskjálftar geta komið af stað skriðum, grjóthruni, flóðbylgjuum, stíflurofi, brunum og spilliefnaleka.
Slys – Meiðsli
Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2.
Lyftur
Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta.
Rýming
Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming.
Söfnunarstaður
Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið.
Nágrannahjálp
Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist.
Bíllinn oft fyrsta skjólið
Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum.
Klæðist góðum hlífðarfötum
Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla.
Útvarp – tilkynningar
Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr.
Neyðarkassinn
Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann.
Síminn virkar ekki
Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta þína nánustu vita af þér, til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum.
Neysluvatn
Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Tilkynningar koma frá almannavörnum.
Vatnsleki – Rafmagn
Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt.
Eldur – eldmatur
Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni
Fallnar raflínur
Aldrei snerta fallnar raflínur.
//Polski//
Krajowy Komendant Departamentu Obrony Cywilnej Policji przypomina mieszkancom obszarów znanych z wystepowania trzesien ziemi, aby podjeli kroki w celu zmniejszenia szkód spowodowanych trzesieniami ziemi. Mozna to zrobic na kilka sposobów.
Meble:
Przymocuj szafki, pólki i ciezkie przedmioty do podlogi lub sciany. W przypadku mebli wyposazonych w kólka zawsze utrzymuj je w pozycji zablokowanej. Jesli nie ma blokady na kolach, umiesc rame wokól kólek, aby zapobiec przesuwaniu sie mebli podczas trzesienia ziemi. Pamietaj jednak, ze stelaz czy blokada na kólkach nie zapobiegaja przewróceniu sie mebli. Przymocuj lekkie przedmioty za pomoca masy plastelinowej.
Luzne przedmioty i ozdoby:
Nie umieszczaj ciezkich przedmiotów wysoko na pólkach lub scianach bez ich bezpiecznego zamocowania. Mozna stosowac mase plastelinowa, aby lzejsze przedmioty nie poruszaly sie podczas trzesienia ziemi. Ciezka zastawe stolowa i inne przedmioty najlepiej przechowywac w dolnych szafkach, najlepiej zamknietych.
Grzejniki i piecyki:
Zamocuj grzejniki i piecyki. Zapoznaj sie z lokalizacja zaworów poboru wody i tablicy elektrycznej. Zamocuj bezpiecznie kaloryfery. Wycieki moga spowodowac znaczne szkody, jesli doplyw wody nie zostanie natychmiast zablokowany. To samo dotyczy zakonczen pralek i zmywarek.
Obrazy, zyrandole:
Umocuj obrazy i zyrandole za pomoca haków wyposazonych w zamkniecie zabezpieczajace.
Drzwi szafek:
Ciezka zastawe stolowa nalezy przechowywac w dolnych szafkach / szufladach i umieszczac na drzwiczkach szafek blokady bezpieczenstwa / zabezpieczenia przed dziecmi, aby zapobiec wypadnieciu zawartosci.
Miejsca do spania:
Zabezpiecz miejsca do spania przed mozliwoscia spadniecia na nie szafek, obrazów, tlukacych i ciezkich przedmiotów. Unikaj umieszczania lózka przy duzych oknach i ciezkich scianach dzialowych.
Sufity i podlogi:
Zamocuj odpowiednio podwieszane sufity i podniesione podlogi.
Szyby:
Zaslon okna lub umiesc folie ochronna na szybach, aby zapobiec rozprysnieciu sie odlamków szkla w przypadku wybicia szyby. Nie zostawiaj lózka pod oknami, jesli istnieje ryzyko trzesienia ziemi.
Ubezpieczenie:
Odszkodowanie z islandzkiego ubezpieczenia od klesk zywiolowych dla nieruchomosci jest oparte na ubezpieczeniu od ognia (brunatryggingar), które jest obowiazkowym ubezpieczeniem.
Radio i ogloszenia:
Sluchaj komunikatów i instrukcji podawanych w radiu. Dobrze jest miec radio z dlugimi falami, na wypadek uszkodzenia nadajników FM. Mozna wówczas sluchac radia samochodowego.
Telefony:
Telefony komórkowe wystarczaja na krótko, jesli prad jest odciety przez dlugi czas. W takim wypadku dobrze jest miec ladowarke samochodowa lub bank ladujacy do ladowania telefonu komórkowego. Wysylaj SMS-y do swoich bliskich zamiast dzwonic (szczególnie po duzym trzesieniu ziemi), aby zmniejszyc obciazenie sieci w przypadku katastrof.
Na obszarach sejsmicznych skutki trzesien ziemi mozna zmniejszyc dzieki cwiczeniom przeciwsejsmicznym, aby byc lepiej przygotowanym na duze trzesienia ziemi:
- KLEKNIJ – ZASLON – TRZYMAJ to seria slów, które nalezy zapamietac
//English//
The National Commissioner of Police\s Civil Protection Department would like to remind all citizens in known earthquake areas to make arrangements to minimize the risk of damages due to earthquakes. There are several ways to do this.
Furniture:
Fix cabinets, shelves, and heavy items to the floor or walls. For furniture on wheels, always keep the wheels on the furniture in the locked position. If there is no locking mechanism on the wheels, place a frame around the wheels to prevent the furniture from moving during an earthquake. Remember, however, that a frame or lock on wheels does not prevent furniture from tipping over. Fix light ornamental items with adhesive putty.
Loose items and ornaments:
Do not place heavy objects on the top shelves or hang them up on walls without securing them properly. Adhesive putty can be used to ensure that lighter objects do not move during an earthquake. Heavy tableware and other heavy items should be stored in the lowest unit of cabinets, preferably with a door that can be closed.
Heaters and radiators:
Secure heaters and radiators. Familiarize yourself with the fuse board\s location and water intake and cut the water and current. Firmly secure the radiators. Leaks can cause major damage if the water intake is not cut off immediately. The same applies to the securing of washing machines and dishwashers.
Framed images, chandeliers:
Attach photos and chandeliers with closed loops.
Cabinet doors:
Store heavy tableware in the lower cabinet/drawer units, and place locks or child safety locks on cabinet doors to prevent the contents from spilling out during an earthquake.
Sleeping locations:
Prevent cabinets, paintings, fragile, and heavy objects from hitting places where people sleep. Avoid positioning beds next to large windows or brick/stone walls.
Ceilings and floors:
Secure suspended ceilings and raised floors.
Windows:
Cover windows or place a safety film on windows to prevent broken glass from spreading. Do not leave beds under windows if there is a risk of earthquakes.
Insurance:
The Icelandic Natural Disaster Insurance\s property compensation is based on fire insurance, which is a compulsory insurance package.
Radio and announcements:
Listen to announcements and instructions on the radio. It is good to have a longwave radio, in case FM transmissions are interrupted. You can also listen to the radio in your car.
Phones:
Mobile phones will not work for long in the event of extended power failure. Then it can be good to have a mobile charger to keep in your vehicle or a power bank for mobile phones. Send a text message to your loved ones instead of calling (especially after a major earthquake) to reduce network load during disasters.
In earthquake areas, the effects of earthquakes can be mitigated by performing regular earthquake drills to be better prepared in the event of a major earthquake:
- DROP – COVER – HOLD ON is a series of words that you should memorize.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.