Almennar fréttir

Jafnlaunavottun

27. október 2020

Rauði krossinn á Íslandi hefur hlotið jafnlaunavottun til ársins 2023.

Rauði krossinn á Íslandi hefur hlotið jafnlaunavottun til ársins 2023.

Vottun kerfisins er til þriggja ára í senn en vottunaraðili (iCert) mun fylgja vottun eftir árlega með viðhaldsúttektum. Rauði krossinn stóðst úttekt án frávika og athugasemda.

Með vottun hefur Rauði krossinn fengið staðfestingu á að jafnlaunakerfi félagsins sé í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfi félagsins nær til alls starfsfólks félagsins og er megin tilgangur þess að tryggja að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.