Almennar fréttir
Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn
29. nóvember 2021
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.
\r\n
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví, sem í tæpa þrjá áratugi hefur skilað metnaðarfullri uppbyggingu og valdeflingu fátækra samfélaga í Malaví, einu fátækasta og þéttbýlasta landi heims. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni; fjölda berskjaldaðra barna er tryggð skólaganga og neyðarvarnir samfélaga hafa verið stórauknar, en hamfarir af völdum loftslagsbreytinga verða æ tíðari í Malaví.
Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna. Þá sér í lagi þann þátt sem kallast Savings and Loans Associations (SLA). SLA eru hópar, kvenna annars vegar og ungmenna hins vegar, sem búa í sama þorpi og vinna saman að því að spara fjármagn og lána sín á milli til ýmissa verkefna auk þess sem oft er ráðist í stærri sameiginleg verkefni. Á þessum slóðum er SLA yfirleitt fyrsta skref kvenna og ungmenna til að öðlast t.d. fjármálalæsi og þekkingu á rekstri. Með slíka þekkingu í veganesti eru þau betur í stakk búin að sækja þjónustu stofnana sem sinna örlánastarfsemi (e. microfinance).
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Á forsíðumynd má sjá Grace Chisesa, fimm barna móðir í Njolomola þorpi í Mwanza-héraði í sunnanverðri Malaví stendur hér í matjurtagarðinum sínum. Þessi tegund ræktunar kallast \"keyhole gardening\" en eins og sjá má líkist form garðsins lyklaopi. Slíkir garðar þola mun meiri þurrka en hefðbundin matjurtabeð og nýta matarleifar sem næringu, t.d. bananahýði og maískjarna. Grace útbjó matjurtagarðinn eftir að hafa fengið fræðslu og kennslu frá Rauða kross sjálfboðaliða Njolomola þorps.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.