Almennar fréttir
Iðnfélög styrkja Rauða krossinn
18. desember 2020
Byggiðn, FÍT, Matvís, RSÍ og Samiðn styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
Í gær afhentu fulltrúar iðnfélaganna í 2F Húsi fagfélaganna styrk til jólaaðstoðar Rauða krossins, en með því vilja þau styrkja Rauða krossinn í því mikilvæga verkefni að styðja við þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu.
Iðnfélögin sem standa að 2F Húsi fagfélaganna eru Byggiðn, FÍT, MATVÍS, RSÍ og Samiðn.
Við þökkum kærlega fyrir þetta góða framlag sem mun nýtast vel nú fyrir jólin sem oft er erfiður tími fjárhagslega fyrir marga. Fjölmargar deildir Rauða krossins veita stuðning fyrir jólin, oft í samstarfi við aðra aðila á svæðum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað