Almennar fréttir
Hvernig er hægt að ræða við börn um stríð?
03. mars 2022
Börn þurfa að vera í nálægð við fjölskyldu sína og vini á tímum sem geta valdið þeim vanlíðan og kvíða. Þau þurfa umhyggju og huggun, sum vilja faðmlag og önnur stuðning sem hentar þeirra aldri. Að vera til staðar og hlusta er mikilvægt þegar tilfinningarnar verða yfirþyrmandi.
Hvernig er hægt að ræða við börn um stríð?
Ef barnið býr fjarri nákomnum eða þekkir einhvern sem býr á eða við átakasvæði, er hægt að tala af stillingu um leiðir til að reyna að halda sambandi og hvernig hægt sé að styðja vin eða aðstandanda úr fjarlægð. Þau eru oft úrræðgóð og koma með sínar eigin hugmyndir. Að taka þátt í að styðja aðra getur hjálpað þeim að beina ótta sínum og áhyggjum í réttan farveg.
- HALTU RÓ ÞINNI
Talaðu af yfirvegun og reyndu að skapa öryggi. Reyndu að gæta þess að þínar áhyggjur auki ekki áhyggjur hjá börnunum.
Ræddu áhyggjur þínar varðandi stríðið við aðra fullorðna þar sem börn heyra ekki til.
- GEFÐU EINFÖLD SVÖR
Ef börn hafa áhyggjur og spyrja spurninga um það sem er að gerast þurfa þau einföld og markviss svör. Segið heiðarlega frá án þess að hræða þau með ítarlegum eða ógnvekjandi upplýsingum.
Gefið ykkur tíma til að útskýra ástandið fyrir þeim á þann hátt að það henti aldri þeirra og þroskastigi. Það er í lagi að segja „ég veit það ekki“ enda höfum við ekki öll svör.
- TAKMARKA TÍMA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM
Í dag verða börn, jafnvel frá unga aldri, vitni að því að fjallað er um hrottaleg átök og stríð á þeim miðlum sem þau nota. Reynum að vernda þau gegn of miklu áreiti sem getur aukið á vanlíðan þeirra. Almennt er ágætt að miða við að takmarka t.d. þann tíma sem maður ver í að horfa á fréttir o.s.frv. við nokkur skipti á dag og taka sér alveg pásu frá miðlum fyrir svefn (á bæði við um börn og fullorðna).
- VERJIÐ TÍMA SAMAN
Takið frá tíma í að gera eitthvað sem börnunum finnst skemmtilegt, lesa, teikna eða hlusta á tónlist. Börn tjá sig gjarnan gegnum leik. Gott er að spyrjið þau sjálf hvað þeim finnst góðar aðferðir fyrir sig til að róa hugann. Munið að mikilvægt er að huga að eigin líðan til að geta verið til staðar fyrir börnin.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.