Almennar fréttir
Hugmyndarík frændsystkin söfnuðu fyrir Rauða krossinn
23. janúar 2025
Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar

Þau létu ekki þar við sitja heldur perluðu listaverk, bjuggu til armbönd og bókamerki sem þau svo gengu í hús og seldu. Aðspurð hvernig þeim hafi gengið að selja sögðu þau að ekki hafi gengið vel til að byrja með en þau héldu bara áfram og þá fór að ganga betur. Þau sýndu þannig að stundum þarf dálitla seiglu til að ná árangri.
Þau komu svo færandi hendi með afraksturinn, heilar 24.350 krónur, til Rauða krossins við Eyjafjörð. Við þökkum þessum flottu krökkum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til mannúðarstarfs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.