Almennar fréttir
Hlauptu til góðs!
03. júlí 2019
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Í hópi sjálfboðaliðanna eru einna helst hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar. Eins og í öllu starfi Rauða krossins byggja sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði störf sín á mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi og mæta gestum Frú Ragnheiðar af fordómaleysi og virðingu.
Í ár er áherslan lögð á að styrkja starf Frú Ragnheiðar fyrir ungt fólk, en notendahópur þjónustunnar á aldrinum 18-20 ára hefur aukist um þriðjung á milli ára.
Vilt þú hlaupa til góðs eða heita á einhvern sem er að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði?
Á https://www.hlaupastyrkur.is/ getur þú skráð þig til leiks og slegist í för með okkur að safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði, eða ef þú ert ekki í hlaupastuði geturðu heitið á einhvern af okkar flottu hlaupurum hér.
Einnig verður hægt að fylgjast með hlaupurum Frú Ragnheiðar og stuðningsmönnum þeirra á facebooksíðunni Hlauparar Frú Ragnheiðar.
Hlauptu! Það borgar sig!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.