Almennar fréttir
Hlauptu til góðs!
03. júlí 2019
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Í hópi sjálfboðaliðanna eru einna helst hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar. Eins og í öllu starfi Rauða krossins byggja sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði störf sín á mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi og mæta gestum Frú Ragnheiðar af fordómaleysi og virðingu.
Í ár er áherslan lögð á að styrkja starf Frú Ragnheiðar fyrir ungt fólk, en notendahópur þjónustunnar á aldrinum 18-20 ára hefur aukist um þriðjung á milli ára.
Vilt þú hlaupa til góðs eða heita á einhvern sem er að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði?
Á https://www.hlaupastyrkur.is/ getur þú skráð þig til leiks og slegist í för með okkur að safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði, eða ef þú ert ekki í hlaupastuði geturðu heitið á einhvern af okkar flottu hlaupurum hér.
Einnig verður hægt að fylgjast með hlaupurum Frú Ragnheiðar og stuðningsmönnum þeirra á facebooksíðunni Hlauparar Frú Ragnheiðar.
Hlauptu! Það borgar sig!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.