Almennar fréttir
Hjóla hringinn til styrktar Hjálparsímanum
10. júní 2020
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þær lögðu af stað í upphafi vikunnar og stefna á að vera á ferðalagi næsta mánuðinn.
Agnes og Elín ætla að safna áheitum og styrkja þannig Hjálparsíma Rauða krossins og netspjallið, en í gegnum Covid-faraldurinn jókst álagið á þjónustuna gríðarlega. Hjálparsíminn er alltaf opinn og veitir sálrænan stuðning án endurgjalds.
Þær segja að Rauði krossinn sé mikilvægur partur af lífi þeirra beggja. \"Við höfum báðar verið sjálfboðaliðar, Agnes að kenna útlendingum (og sjálfri sér í leiðinni) íslensku og Elín í margskonar verkefnum. Þegar við ákváðum að safna fyrir góðum málstað með ferðinni okkar vorum við því ekki lengi að ákveða. Rauði krossinn skal það vera.\"
Þær vilja einnig vekja athygli á umhverfisvænum ferðamáta og hvetja landsmenn til þess að vera út í náttúrunni.
Rauði krossinn þakkar þessum frábæru stelpum fyrir þetta hugulsama og frumlega framtak. Þetta mun sannarlega styrkja Hjálparsímann 1717 og netspjallið. Rauði krossinn hvetur landsmenn til þess að taka þátt í söfnuninni og styðja þannig við þessa mikilvægu þjónustu.
- Fylgstu með ferðalaginu á facebook síðu Grænu hringekjunnar!
- Gefa til söfnuninnar
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.