Almennar fréttir
Hjóla hringinn til styrktar Hjálparsímanum
10. júní 2020
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þær lögðu af stað í upphafi vikunnar og stefna á að vera á ferðalagi næsta mánuðinn.
Agnes og Elín ætla að safna áheitum og styrkja þannig Hjálparsíma Rauða krossins og netspjallið, en í gegnum Covid-faraldurinn jókst álagið á þjónustuna gríðarlega. Hjálparsíminn er alltaf opinn og veitir sálrænan stuðning án endurgjalds.
Þær segja að Rauði krossinn sé mikilvægur partur af lífi þeirra beggja. \"Við höfum báðar verið sjálfboðaliðar, Agnes að kenna útlendingum (og sjálfri sér í leiðinni) íslensku og Elín í margskonar verkefnum. Þegar við ákváðum að safna fyrir góðum málstað með ferðinni okkar vorum við því ekki lengi að ákveða. Rauði krossinn skal það vera.\"
Þær vilja einnig vekja athygli á umhverfisvænum ferðamáta og hvetja landsmenn til þess að vera út í náttúrunni.
Rauði krossinn þakkar þessum frábæru stelpum fyrir þetta hugulsama og frumlega framtak. Þetta mun sannarlega styrkja Hjálparsímann 1717 og netspjallið. Rauði krossinn hvetur landsmenn til þess að taka þátt í söfnuninni og styðja þannig við þessa mikilvægu þjónustu.
- Fylgstu með ferðalaginu á facebook síðu Grænu hringekjunnar!
- Gefa til söfnuninnar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.