Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu veglega styrki
06. febrúar 2020
Tvö verkefna Rauða krossins hlutu styrki frá heilbrigðisráðuneytinu
Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hlaut hæsta styrk sem veittur var af heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum. Styrkurinn gerir Frú Ragnheiði kleift að halda áfram sínu flotta og faglega starfi.
Þá hlaut Hjálparsími Rauða krossins 1717 fjögurra milljón króna styrk, en Hjálparsíminn 1717 og netspjallið eru opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á hverju ári berast um 15.000 samtöl um stór sem smá vandamál, allt frá kvíða og þunglyndi til sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana eða tilrauna.
Rauði krossinn þakkar heilbrigðisráðherra kærlega fyrir styrkina sem gera Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum sínum áfram.
Á myndinni eru þær Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.