Almennar fréttir
Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum
09. mars 2022
Þessi myndarlegi hópur barna, ásamt nokkrum vinum til viðbótar, söfnuðu samtals 45.079 krónum til styrktar mannúðarstarfi Rauða krossins.
Þau söfnuðu með því að ganga í hús, selja perlað handverk sem þau bjuggu til og með því að halda tombólur. Á myndinni eru Dagmar Steinþórsdóttir, Birnir Mar Steinþórsson, Kári Valur Steinþórsson, Anna Björg Steinþórsdóttir, Jón Valur Helgason, Þórhildur Eva Helgadóttir og Sóldís Lilja Magnúsdóttir.
Við þökkum þeim og hinum krökkunum sem tóku þátt í söfnuninni kærlega fyrir rausnarlegt framlag sitt til Rauða krossins
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.