Almennar fréttir

Héldu tombólu til að styrkja Rauða krossinn

08. júlí 2024

Vinirnir Haukur Leó Styrmisson og Angelo Snær Klemensson Semey héldu tombólu til að safna fyrir Rauða krossinn á Íslandi.

Haukur Leó Styrmisson kom í heimsókn til okkar með afraksturinn, á myndina vantar vin hans, Angelo Snæ Klmensson Semey.

Vinirnir Haukur Leó Styrmisson og Angelo Snær Klemensson Semey héldu tombólu til að safna fyrir Rauða krossinn á Íslandi.

Tombólan fór fram fyrir utan Krónuna og Kringluna og þeir náðu alls að safna 4.150 krónum sem Haukur afhenti okkur.

Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!