Almennar fréttir
Héldu tombólu til að styrkja neyðarsöfnun
19. apríl 2023
Vinkonurnar Una og Stella héldu nýlega tombólu til að styrkja neyðarsöfnun Rauða krossins.
Vinkonurnar Una Hafdís Dagsdóttir og Stella Erlingsdóttir héldu nýlega tombólu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins, sem var sett á fót til að bregðast við jarðskjálftahamförum í Sýrlandi og Tyrklandi.
Alls söfnuðu þær 15.059 krónum sem þær afhentu Rauða krossinum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.