Almennar fréttir
Hátíðarfundur í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
07. desember 2018
Verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00 - 11:00.
Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00 - 11:00.
Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi.
Mannréttindayfirlýsingin tilheyrir okkur öllum og það er mikilvægt að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og halda áfram að stuðla enn frekar að virðingu fyrir mannréttindum.
Hægt er að lesa nánar um málþingið hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.