Almennar fréttir
Hátíð barnanna í stríðsátökum
06. desember 2018
Á meðan við höldum jól er fjöldi fólks á flótta víða um heim. Nýverið hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir Jemen vegna skelfilegs ástands almennings þar í landi . Ein af aðalorsökum þess að fólk í Jemen er á flótta eru vopnuð átök andstæðra fylkinga í landinu.
Á meðan við höldum jól er fjöldi fólks á flótta víða um heim. Nýverið hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir Jemen vegna skelfilegs ástands almennings þar í landi. Ein af aðalorsökum þess að fólk í Jemen er á flótta eru vopnuð átök andstæðra fylkinga í landinu. Aðstæður þessa fólks eru skelfilegar og í mörgum tilfellum hafa stríðandi fylkingar ráðist á almenna borgara og brotið þannig gegn alþjóðlegum mannúðarlögum.
Talið er að um tvær milljónir Jemena séu á vergangi og þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð halda. Margir leita skjóls hjá kunningjum eða ættingjum en aðrir hafa reist sér skýli sem einfalt þak yfir höfuðið. Ljóst er að gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni og nauðsynjavörum. Um 2,9 milljónir Jemena hafa nú þegar yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu. Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að helmingur allra flóttamanna í heiminum séu börn. Af þessu hlutfalli er ljóst að gríðarlegur fjöldi barna er á vergangi í Jemen. Ef aðeins er litið til hafnarborgarinnar Hodeida þá er t.d. talið að um 150 þúsund börn séu föst í borginni vegna hundruða loftárása sem gerðar hafa verið á borgina undanfarnar vikur. Það er því ljóst að um gríðarlegan fjölda er að ræða sem er í mikilli neyð.
Myndbandið að ofan var framleitt af Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til að minna á hið mikilvæga starf sem Rauði krossinn um allan heim sinnir við að sameina fjölskyldur á átakasvæðum. Jólasveinninn í myndbandinu er mikilvæg áminning um að á stríðssvæðum er einfaldur hlutur eins og sameining fjölskyldu besta gjöf sem hægt er að óska sér.
Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitRauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
Almennar fréttir 28. nóvember 2024Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.