Almennar fréttir
Hálf öld frá upphafi neyðarstarfs Rauða krossins á Íslandi
23. janúar 2023
Í dag er hálf öld frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973. Eldgosið markar upphafið að neyðarvarnarstarfi Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi brást við þegar neyð skapaðist hjá Eyjamönnum og setti upp fjöldahjálparstöð til að taka á móti þeim sem flúðu Vestmannaeyjar vegna gossins. Talið er að yfir 200 sjálfboðaliðar hafi tekið þátt í aðgerðum Rauða krossins þessa fyrstu nótt, flestir úr kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Aðgerðirnar voru skipulagðar í höfuðstöðvum Rauða krossins og þar var koma Eyjamanna til Reykjavíkur undirbúin. Ákveðið var að setja upp móttökumiðstöð í Árbæjarskóla og um sex þúsund manns skráðu sig þar strax fyrsta sólarhringinn, en fleiri skólar voru rýmdir til að taka á móti þeim mikla fjölda flóttafólks sem kom frá Eyjum.
Rauði krossinn skipaði mjög mikilvægt hlutverk í viðbragðinu við þessum miklu hamförum, en öflugt neyðarvarnarstarf Rauða krossins hófst fyrst í þessu eldgosi. Í dag er Rauði krossinn iðulega til staðar þegar slys eða náttúruhamfarir eiga sér stað og félagið hefur lögbundið hlutverk sem hluti af almannavörnum landsins.
Þetta var í fyrsta sinn sem félagið opnaði fjöldahjálparstöð, en félagið er enn í dag að taka á móti flóttafólki í fjöldahjálparstöð og opnar slíkar stöðvar þegar alls kyns erfiðar aðstæður koma upp, til dæmis vegna slysa eða óveðurs, og fólki vantar öruggan samastað. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins bjóða þá fram ýmsa aðstoð og veita sálræna fyrstu hjálp og aðra nauðsynlega þjónustu.
------
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.