Almennar fréttir
Gylfi Þór tekur við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs
21. júní 2023
Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.
Gylfi Þór tekur við stöðunni af Björgu Kjartansdóttur, sem var nýlega ráðin til Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf til sex mánaða, en hún hefur sinnt starfinu síðan árið 2018.
Gylfi Þór er vel kunnugur starfi Rauða krossins og landsþekktur fyrir störf sín fyrir félagið, en hann sá um rekstur sóttvarnahúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir félagið í áraraðir.
Gylfi Þór starfaði áður hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Um árabil starfaði Gylfi Þór á sviði fjölmiðlunar, sem dagskrárgerðamaður í útvarpi og síðar sem auglýsinga- og markaðsstjóri miðla eins og Viðskiptablaðsins, DV, Morgunblaðsins/mbl.is og fleiri. Gylfi Þór hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri mbl.is og Eiðfaxa ásamt stöfum í ferðaþjónustu og víðar.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.