Almennar fréttir
Gefðu framtíðinni forskot
06. september 2019
Góðgerðarfélög á Íslandi hafa tekið höndum saman undir forystu Almannaheilla um að kynna erfðagjafir fyrir almenningi.
Kynslóðin sem er að komast á eftirlaunaaldur hefur kynnst byltingarkenndum samfélagsbreytingum á sinni ævi og afkoma flestra er mun betri en foreldra þeirra. Stór hluti þessa hóps styrkir góð málefni reglulega og félögin hafa orðið vör við áhuga þessa hóps á að halda áfram að hafa áhrif eftir sinn dag.
„Markmiðið með kynningarverkefninu er að þeir sem vilja styðja við góð málefni viti af þessari styrktarleið. Mikill meirihluti Íslendinga styður félagasamtök til góðra verka og margir þekkja af eigin reynslu hversu mikilvæg þessi félög eru samfélaginu. Erfðagjafir eru víða vel þekktar erlendis og til dæmis gefa um fjórðungur Breta sem gera erfðaskrá erfðagjöf til góðgerðarfélags. Eftir að erfðafjárskattur á erfðagjafir var felldur niður er mikilvægt að fólk viti að fjármunirnir renna að fullu til þess góða málsstaðar sem það velur,“ segir Ketill B. Magnússon, sem leiðir verkefnið fyrir hönd Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Erfðagjafir skipta miklu máli fyrir góðgerðafélög á Íslandi og þær hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt.
Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá en mælt er með að ráðfæra sig við lögfræðing þegar gengið er frá erfðskrá til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum.
Kynntu þér málið frekar á erfdagjafir.is og hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.