Almennar fréttir
Gefðu framtíðinni forskot
06. september 2019
Góðgerðarfélög á Íslandi hafa tekið höndum saman undir forystu Almannaheilla um að kynna erfðagjafir fyrir almenningi.
Kynslóðin sem er að komast á eftirlaunaaldur hefur kynnst byltingarkenndum samfélagsbreytingum á sinni ævi og afkoma flestra er mun betri en foreldra þeirra. Stór hluti þessa hóps styrkir góð málefni reglulega og félögin hafa orðið vör við áhuga þessa hóps á að halda áfram að hafa áhrif eftir sinn dag.
„Markmiðið með kynningarverkefninu er að þeir sem vilja styðja við góð málefni viti af þessari styrktarleið. Mikill meirihluti Íslendinga styður félagasamtök til góðra verka og margir þekkja af eigin reynslu hversu mikilvæg þessi félög eru samfélaginu. Erfðagjafir eru víða vel þekktar erlendis og til dæmis gefa um fjórðungur Breta sem gera erfðaskrá erfðagjöf til góðgerðarfélags. Eftir að erfðafjárskattur á erfðagjafir var felldur niður er mikilvægt að fólk viti að fjármunirnir renna að fullu til þess góða málsstaðar sem það velur,“ segir Ketill B. Magnússon, sem leiðir verkefnið fyrir hönd Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Erfðagjafir skipta miklu máli fyrir góðgerðafélög á Íslandi og þær hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt.
Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá en mælt er með að ráðfæra sig við lögfræðing þegar gengið er frá erfðskrá til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum.
Kynntu þér málið frekar á erfdagjafir.is og hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.