Almennar fréttir
Fyrsta skipti út fyrir höfuðborgina eftir tveggja ára búsetu
10. júní 2024
Tæplega 4000 manns hefur komið til Íslands frá Úkraínu síðan átök hófust þar í landi fyrir um tveimur árum. Meðal þeirra er stór, en oft ósýnilegur hópur eldri kvenna sem neyddust til að skilja allt eftir í heimalandinu – börnin sín, barnabörn og heimilin sem þær höfðu búið í áratugum saman.
Hópur þessara kvenna hittist einu sinni í viku og prjónar saman í Hvítasunnukirkju Fíladelfía ásamt íslenskum konum. Þeir viðburðir eru hjá mörgum þeirra eina félagslífið sem þær stunda og margar þeirra lýstu því að þær hefðu ekki fengið tækifæri hingað til að skoða nýja heimalandið.
Rauði krossinn ásamt Reykjavik Excursions, Friðheimum og Úkraínsk-íslenska prjónaklúbbnum, skipulagði ferð þann 31.maí fyrir hóp 20 úkraínskra og íslenskra eldri kvenna. Þær heimsóttu Geysi, Gullfoss, Þingvelli og Friðheima gróðurhús. „Þetta var fyrsta ferð mín út fyrir höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í næstum 2 ár,“ segir ein kvennanna.
Eins og milljónir Úkraínumanna um allan heim, vita þessar konur ekki hvenær þær munu snúa aftur til heimalands síns. Á meðan munu þær reiða sig á sálrænan stuðning frá samfélagi sínu og góðvild Íslendinga til að hjálpa þeim að aðlagast og takast á við veruleikann á meðan þær eru hér. Þrátt fyrir eyðilegginguna í Úkraínu og þá staðreynd að margar þeirra hafa misst heimili sín, eru þær staðráðnar í að snúa aftur til heimalands síns þegar það verður mögulegt.
„Það er samt mitt heimili,“ segja þær.
Ferðin var skipulögð innan EU4Health verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu og er sú fyrsta í röð ferða fyrir félagslega einangraða eldri borgara á Íslandi.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.