Almennar fréttir
Friðarverðlaun Nóbels voru veitt í gær
11. desember 2018
Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.
Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.
Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, hvar langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en 6 milljón mannslíf. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva notkun kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopn og stefnu í stríðsrekstri.
Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins, styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.