Almennar fréttir
Framúrskarandi sjálfboðaliðar
15. mars 2023
Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.
Monika Emilsdóttir er læknir og tekur að sér bakvaktir fyrir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður og hefur gert slíkt í tæp fimm ár. Ragnar Kjartansson, listamaður, starfar í félagstarfi með hælisleitendum síðastliðin tvö ár.
Í umsögn stjórnar um störf Moniku kemur fram að hún er gríðarlega áreiðanlegur sjálfboðaliði og er ötul við að skrá sig á vaktir. Oftast tekur hún tvær vikur á bakvakt í hverjum mánuði. Hún þekkir skjólstæðingahópinn og þjónustu þarfi hans vel. Auk þess er Monika mikilvægur sjálfboðaliði því hún er einnig góður stuðningur fyrir starfsfólk verkefnisins þegar verið er að þjónusta skjólstæðinga Frú Ragnheiðar á daginn, en þá veitir hún læknisfræðilega ráðgjöf og fræðslu og sinnir eftirfylgd mála.
Í umsögn stjórnar um störf Ragnars kemur fram að hæfni hans í mannlegum samskiptum nýtist vel við að brúa bil tungumála og menningarheima í hinu daglegu samskiptum. Hann á mikinn þátt í að viðhalda því hlýlega og jákvæða andrúmslofti sem þar ríkir. Ragnar fer gjarnan út fyrir sínar grunnskyldur sem sjálfboðaliði og nýtir sér tengingar í listaheiminn til að bjóða tónlistarfólki í heimsókn í Rauða krossins auk þess að skipuleggja hópaferðir á listasöfn og vinnustofur listafólks.
Við þökkum þeim Moniku og Ragnari kærlega fyrir þeirra framlag í þágu mannúðar. Hægt er að lesa frekar um starf deildarinnar í ársskýrslu deildarinnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.