Almennar fréttir
Framlög vegna átaka
08. júní 2022
Rauði krossinn hefur alls safnað tæpum 263 milljónum króna í tengslum við átökin í Úkraínu, þar af er framlag Marel 37 milljónir króna og utanríkisráðuneytið 70 milljónir króna.
Af söfnunarfénu hefur alls 191.100.000 verið ráðstafað til verkefna.
Þar af hafa 65 milljónir króna farið í hjálparstarf innan Úkraínu, 35 milljónir króna til aðstoðar úkraínsku flóttafólki í Úkraínu og 65 milljónir króna til hjálparstarfa sem sendifulltrúar Rauða krossins sinna bæði innan Úkraínu og í nágrannaríkjum. Þá hefur 25 milljónum króna verið ráðstafað og eyrnarmerktar til aðstoðar við flóttafólk á Íslandi.
Þeim fjármunum sem eftir eru verður ráðstafað eftir þörfum á næstunni en ljóst er að gríðarlega mikil uppbyggingin er framundan í Úkraínu og flóttafólki heldur því miður áfram að fjölga.
Afleiðingar átakanna í Úkraínu eru ekki aðeins miklar fyrir íbúa landsins heldur einnig gífurlegar um allan heim. Víðsvegar í Afríku hefur fæðuóöryggi verið mikið sl. ár vegna mikilla öfga í veðurfari; þurrka og flóða, með tilheyrandi uppskerubresti. Sum ríki Afríku reiða sig mjög á hveiti frá bæði Rússlandi og Úkraínu, líkt og til dæmis Sómalía og Eþíópía. Þá munu aðföng eins og matarolía, áburður og önnur tól til ræktunar hækka í verði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir fólk. Einn af hverjum fjórum einstaklingum í Afríku býr við alvarlegt fæðuóöryggi, Sómalía rambar á barmi hungursneyðar og ástandið á „horni Afríku“ er grafalvarlegt.
Rauði krossinn mun héðan í frá útvíkka söfnun sína til verkefna sem tengjast afleiðingum átakanna ekki aðeins beint heldur einnig óbeint. Ljóst er að fæðuóöryggi í heiminum hefur viðamiklar afleiðingar fyrir öll, sérstaklega þau sem búa í fátækari ríkjum heims.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.