Almennar fréttir
Fræðslufundur um komu flóttafólks til Garðabæjar
05. júní 2019
\r\n
Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.
Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.
Í haust er von á 10 einstaklingum, flóttafólki frá Úganda, Simbabve og Kongó til Garðabæjar.
Fulltrúar Garðabæjar, félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins gera grein fyrir verkefninu á fundinum.
Allir eru velkomnir á fundinn og íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.
Fundurinn er haldinn í Sveinatungu, nýjum fundarrýmum Garðabæjar, á Garðatorgi 7, gengið inn á torgið hjá turninum ská á móti Bókasafni Garðabæjar.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.