Almennar fréttir
Frábært framlag til Malaví
20. desember 2018
Málaði ójólalegar myndir á jólakort til styrktar Rauða krossinum
Í gær barst Rauða krossinum óvænt og skemmtilegt framlag frá Finnboga Birkis Kjartanssyni, 8 ára, í starf félagsins í Malaví. Hann málaði myndir á jólakort sem hann seldi fyrir hátíðarnar og gaf í gær Rauða krossinum og Unicef á Íslandi ágóðann. Samtals var upphæðin til Rauða krossins 23 þúsund krónur og þakkar Rauði krossinn kærlega fyrir framlagið.
Jólakortin voru með þemanum ójólalegt dót og þóttu einstaklega vel lukkuð. Á hvert kort hafði Finnbogi málað mynd af hlut sem tengist jólunum ekki við fyrstu sýn. Hér fyrir neðan má sjá jólakortið sem Finnbogi gaf Rauða krossinum en myndin er birt með góðfúslegu leyfi listamannsins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.