Almennar fréttir
Forsetinn heimsótti Rauða krossinn
25. apríl 2023
Rétt fyrir páska fór forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í heimsókn í Rauða krossinn á Suðurnesjum.
Tilgangur heimsóknarinnar var sá að forsetinn vildi kynna sér félagsstarf og þau virkniúrræði sem Rauði krossinn býður flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Forseta hafði borist til eyrna það góða og fjölbreytta starf sem unnið er og vildi sjá það með eigin augum.
Fjöldi fólks tók á móti honum og kynnti hann sér íslenskukennslu sem fram fór þennan dag, fataflokkun og fatabúðina. Að lokum þáði Guðni forseti kaffi og vöfflur og spjallaði við nærstadda.
Það þótti öllum mikið til koma að fá forsetann í heimsókn og voru viðtökur líkt og um heimsfræga rokkstjörnu væri um að ræða. Forsetinn hefur líka alltaf verið duglegur að veita starfi Rauða krossins á Íslandi athygli, enda er hann opinber verndari félagsins.
Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og það var gefandi fyrir skjólstæðinga Rauða krossins að upplifa svo jákvæðan viðburð. Sömuleiðis var hún góð viðurkenning fyrir sjálfboðaliðana, sem standa vaktina oft í viku og bera uppi gott starf Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.