Almennar fréttir
Fólkið á bakvið tjöldin
24. maí 2019
Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.
\r\nFélagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur.
Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.
Þetta kemur einkum í ljós þegar á reynir. Í síðustu viku voru tvö útköll vegna alvarlegra slysa sem margir landsmenn fylgdust með í fréttum. Við slíkar aðstæður sinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins mikilvægu viðbragðshlutverki sem kemst ekki alltaf í kastljós fjölmiðla.
Í fyrsta lagi var áfallateymi Rauða krossins á Akureyri kallað út þann 15. maí sl. vegna alvarlegs slyss sem varð við dimmsjón hjá ungmennum á Akureyri. Teymið samanstendur af sérþjálfuðum sjálfboðaliðum sem bregðast við og veita áfallahjálp í ýmsum aðstæðum, allt frá vinnuslysum upp í náttúruhamfarir.
Í kjölfar rútuslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða þann 16. maí sl. opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Í heildina komu 30 sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins til hjálpar í tengslum við umrætt slys.
Þegar slíkir atburðir verða er ýmislegt sem sjálfboðaliðar sinna – sálrænn stuðningur, þátttaka í samhæfingu, bæði innan umdæmis og á landsvísu og félagslegt hjálparstarf (gisting, föt, matur, sameining fjölskyldna og skipulagning ferða milli landshluta). Oftar en ekki, í kjölfar alvarlegra atburða, vinna sjálfboðaliðar Rauða krossins í ýmsum verkefnum langt fram á nótt, í allt að tvo daga.
Mörg hundruð sjálfboðaliðar Rauða krossins eru þjálfuð reglulega í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja þeir meðal annars námskeið með reglulegu millibili til að viðhalda þekkingunni. Þá tekur Rauði krossinn einnig þátt í ýmsum stórslysaæfingum ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
Félagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.