Almennar fréttir

Fólkið á bakvið tjöldin

24. maí 2019

Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.

\r\n

Félagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur.

Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.

Þetta kemur einkum í ljós þegar á reynir. Í síðustu viku voru tvö útköll vegna alvarlegra slysa sem margir landsmenn fylgdust með í fréttum. Við slíkar aðstæður sinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins mikilvægu viðbragðshlutverki sem kemst ekki alltaf í kastljós fjölmiðla.

Í fyrsta lagi var áfallateymi Rauða krossins á Akureyri kallað út þann 15. maí sl. vegna alvarlegs slyss sem varð við dimmsjón hjá ungmennum á Akureyri. Teymið samanstendur af sérþjálfuðum sjálfboðaliðum sem bregðast við og veita áfallahjálp í ýmsum aðstæðum, allt frá vinnuslysum upp í náttúruhamfarir.

Í kjölfar rútuslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða þann 16. maí sl. opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Í heildina komu 30 sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins til hjálpar í tengslum við umrætt slys.

Þegar slíkir atburðir verða er ýmislegt sem sjálfboðaliðar sinna – sálrænn stuðningur, þátttaka í samhæfingu, bæði innan umdæmis og á landsvísu og félagslegt hjálparstarf (gisting, föt, matur, sameining fjölskyldna og skipulagning ferða milli landshluta). Oftar en ekki, í kjölfar alvarlegra atburða, vinna sjálfboðaliðar Rauða krossins í ýmsum verkefnum langt fram á nótt, í allt að tvo daga.

Mörg hundruð sjálfboðaliðar Rauða krossins eru þjálfuð reglulega í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja þeir meðal annars námskeið með reglulegu millibili til að viðhalda þekkingunni. Þá tekur Rauði krossinn einnig þátt í ýmsum stórslysaæfingum ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Félagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur. 

\"\"\"\"\"\"\"\"\"31948954_10216876677892545_4435416123898331136_o\"\"44339320_10157791563133222_7265391829242085376_n\"\"\"\"\"