Almennar fréttir
Flóttafólk stendur frammi fyrir skertu aðgengi að íslensku menntakerfi / Refugees struggle to access the Icelandic educational system
15. apríl 2019
Í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík kemur fram að íslenskt menntakerfi skorti úrræði fyrir nemendur með flóttamannabakgrunn, úrræði sem myndu gera þeim kleift að ljúka námi á því sviði sem hugur þeirra stendur til.
\r\n
English below
Þann 11. apríl 2019 afhentu fulltrúar Rauða krossins í Reykjavík Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra skýrslu með yfirskriftinni “Aðgengi flóttafólks að menntun á íslandi”. Í skýrslunni er farið yfir möguleika og hindranir sem flóttafólk stendur frammi varðandi nám á framhaldsskóla- og háskólastigi á Íslandi.
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám. Meðalaldur þeirra sem hafa áhuga á að mennta sig er 26 ár.
Íslenskt menntakerfi skortir úrræði fyrir nemendur með flóttamannabakgrunn, úrræði sem myndu gera þeim kleift að ljúka námi á því sviði sem hugur þeirra stendur til.
„Við erum í daglegum samskiptum við margt ungt flóttafólk sem hefur mikinn áhuga á að halda áfram sínu námi. En þar sem menntun er ekki aðgengileg þessu unga fólki hér á landi segjast mörg þeirra upplifa sig föst í aðstæðum sem þau vilja ekki vera í og við það að missa alla von. Þetta skerta aðgengi flóttafólks að námi veldur því að íslenskt samfélag nýtir ekki til fulls mannauð þeirra og hæfileika,“ segja Sigrún Erla Egilsdóttir og Pimm Westra, verkefnastjórar flóttamannamála.
Skortur á tungumálaþjálfun er ein þeirra hindrana sem flóttamenn standa frammi fyrir, auk skorts á tiltækum og aðgengilegum upplýsingum um menntunarmöguleika. Fjárhagslega þröng staða og erfiðleikar með að fá fyrra nám metið koma einnig í veg fyrir að flóttafólk geti menntað sig.
Þrátt fyrir að í lögum um framhaldsskóla sé kveðið á um móttökuáætlanir fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, sýnir könnun meðal framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu (og nágrenni) að margir þeirra hafa ekki gert ráðstafanir varðandi móttöku og stuðning við þessa nemendur.
__________________________________________________________________________
Refugees struggle to access the Icelandic educational system
Representatives of the Red Cross Reykjavíkurdeild handed a new report titled ´The Access to Education for Refugees in Iceland´ to the Minister of Education, Lilja Alfreðsdóttir, on 11 April 2019.
The report investigates the opportunities and obstacles for refugees to study at upper secondary schools (framhaldsskólar) and universities (háskólar) in Iceland. Out of 82 refugees included in a needs assessment conducted by the Red Cross Reykjavíkurdeild only 5% of refugees are in education, while 43% struggle to access education. The average age of those who are eager to receive education is 26.
The Icelandic educational system is lacking opportunities for prospective students with a refugee background to successfully complete their desired education.
“We speak to many young refugees on a daily basis who are extremely eager to continue their studies. But because education is not accessible to these young persons in Iceland, many say they feel stuck and are losing hope. The lack of access to education for refugees is a missed opportunity for Icelandic society to fully utilize the resources and potential available,” say Sigrún Erla Egilsdóttir and Pimm Westra, Project Managers for Refugees.
Obstacles to accessing education identified by refugees include a lack of intensive language training and a lack of available and accessible information regarding education. Financial constraints and difficulties receiving recognition for people´s past education also prevent refugees from accessing education.
Although some laws are in place that require upper secondary schools to develop reception plans for students whose native language is not Icelandic, a survey among several schools shows that many have not taken adequate measures.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.