Almennar fréttir
Fjölmennir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi
28. febrúar 2019
Fundirnir voru haldnir vegna móttöku sýrlenskra fjölskyldna í sveitarfélögunum
Nýlega fóru fram vel sóttir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi. Fundirnir voru fyrsta skrefið í undirbúningi íbúa sveitarfélaganna fyrir móttöku flóttafólks en fyrr á árinu var tilkynnt að samþykkt hafi verið að taka á móti sýrlenskum fjölskyldum í þessum sveitarfélögum.
Á fundunum voru fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Rauða krossins og sveitarfélaga, sem áður hafa tekið á móti flóttamönnum, með kynningar á verkefnunum sem framundan eru. Í kjölfarið spruttu upp uppbyggilegar og fjörlegar umræður og á Blönduósi var sérstaklega talað um góða reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu. Tóku fulltrúar Rauða krossins undir þessi orð og stefnt er að því að hafa fljótlega annan fund um menningu og sögu Sýrlands fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og væntanlega sjálfboðaliða.
Verkefnin sem eru framundan eru afar spennandi og fjölbreytt og hlakkar Rauði krossinn til áframhaldandi samstarfs vegna verkefnins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.