Almennar fréttir
Fjölmennir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi
28. febrúar 2019
Fundirnir voru haldnir vegna móttöku sýrlenskra fjölskyldna í sveitarfélögunum
Nýlega fóru fram vel sóttir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi. Fundirnir voru fyrsta skrefið í undirbúningi íbúa sveitarfélaganna fyrir móttöku flóttafólks en fyrr á árinu var tilkynnt að samþykkt hafi verið að taka á móti sýrlenskum fjölskyldum í þessum sveitarfélögum.
Á fundunum voru fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Rauða krossins og sveitarfélaga, sem áður hafa tekið á móti flóttamönnum, með kynningar á verkefnunum sem framundan eru. Í kjölfarið spruttu upp uppbyggilegar og fjörlegar umræður og á Blönduósi var sérstaklega talað um góða reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu. Tóku fulltrúar Rauða krossins undir þessi orð og stefnt er að því að hafa fljótlega annan fund um menningu og sögu Sýrlands fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og væntanlega sjálfboðaliða.
Verkefnin sem eru framundan eru afar spennandi og fjölbreytt og hlakkar Rauði krossinn til áframhaldandi samstarfs vegna verkefnins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.