Almennar fréttir

Fjöldahjálpastöðvar opnaðar á Austfjörðum

19. janúar 2025

Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Rýmingar á svæðum utan snjóflóðavarnasvæða á Seyðisfirði og í Neskaupstað taka gildi klukkan 18.
Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupstað og í Herðubreið á Seyðisfirði. Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.