Almennar fréttir

Fjöldahjálparstöð opnuð í gær vegna eldgossins

20. mars 2021

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni.

Rauði krossinn er hluti af almannavörum og við náttúruhamfarir eins og eldgos virkjast neyðarvarnir Rauða krossins. 

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð  í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni. Enginn var í hættu.

\"162516569_2163749550422598_8208713864599918365_n\"

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins standa áfram vaktina og eru tilbúin til taks. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning. 

Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.

Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið. 

Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi sig frá svæðinu.

\"Thumbnail__SOS8076\"


\"162457198_2163749610422592_3183568270919267599_n\"

\"Jon\"