Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð í gær vegna eldgossins
20. mars 2021
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni.
Rauði krossinn er hluti af almannavörum og við náttúruhamfarir eins og eldgos virkjast neyðarvarnir Rauða krossins.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni. Enginn var í hættu.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins standa áfram vaktina og eru tilbúin til taks. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning.
Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.
Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið.
Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi sig frá svæðinu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.