Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð
18. desember 2020
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð að nýju á Seyðisfirði.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að nýju í Herðubreið í nótt á Seyðisfirði. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita áfallahjálp, en einnig er hvíldaraðstaða og matur í boði. Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er í fjöldahjálparmiðstöðinni, nærvera og mannleg hlýja geta mikið gert á erfiðum tímum.
Enn er í gildi hættustig á Seyðisfirði og óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu, sem lýst var yfir þann 16. desember sl. vegna mikilla rigninga. Á Seyðisfirði hafa hús verið rýmd í bænum og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar.
Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á fjöldahjálparstöðinni. Nærvera og mannleg hlýja getur gert mikið á erfiðum tímum.
Á myndinni, sem er skjáskot úr fréttum Stöðvar 2, má sjá sjálfboðaliðanna Berglindi og Guðjón sem staðið hafa vaktina.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.