Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð
18. desember 2020
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð að nýju á Seyðisfirði.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að nýju í Herðubreið í nótt á Seyðisfirði. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita áfallahjálp, en einnig er hvíldaraðstaða og matur í boði. Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er í fjöldahjálparmiðstöðinni, nærvera og mannleg hlýja geta mikið gert á erfiðum tímum.
Enn er í gildi hættustig á Seyðisfirði og óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu, sem lýst var yfir þann 16. desember sl. vegna mikilla rigninga. Á Seyðisfirði hafa hús verið rýmd í bænum og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar.
Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á fjöldahjálparstöðinni. Nærvera og mannleg hlýja getur gert mikið á erfiðum tímum.
Á myndinni, sem er skjáskot úr fréttum Stöðvar 2, má sjá sjálfboðaliðanna Berglindi og Guðjón sem staðið hafa vaktina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað