Almennar fréttir

Fjöldahjálparstöð opin í Egilsbúð í dag

20. janúar 2025

Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð, Neskaupsstað, verður opin í dag.

Fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð, Neskaupsstað, verður opin í dag, frá kl. 10:00 til 16:00, vegna rýmingarinnar.

Allir sem þurfa aðstoð eru hvattir til að koma í Egilsbúð.

Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.