Almennar fréttir
Fjölda fanga sleppt úr haldi í Jemen
02. október 2019
290 einstaklingum var sleppt úr haldi í Jemen með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC)
Jemen: 290 einstaklingum var sleppt úr haldi með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC)
Í fyrradag, 30. september, var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá Landsnefnd um málefni fanga (e. National Committee for Prisoners Affairs).
„Við erum alltaf reiðubúin til að starfa sem hlutlaus aðili þegar við fáum beiðni frá stríðandi fylkingum um að sleppa föngum og við vonum að þessi aðgerð leiði til þess að fleiri föngum verði sleppt úr haldi og verði fjölskyldum sem bíða eftir að sameinast ástvinum sínum til huggunar “sagði Franz Rauchenstein, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.
Hlutverk Alþjóðaráðs Rauða krossins í aðgerðinni var í fyrsta lagi að staðfesta hverjir þeir handteknu sem voru látnir lausir eru og kanna hvort þeir vildu ferðast beint frá höfuðborginni Sanaa til síns heima eða hvort þeir vildu vera færðir á svæði undir stjórn gagnaðila. Alþjóða Rauði krossinn veitti fjárhagsaðstoð til að greiða fyrir ferðalög og standa straum af öðrum kostnaði vegna heimferðarinnar. Að auki hafði Alþjóðaráðið samband við fjölskyldur ólögráða barna til að tryggja að skyldmennum væri tilkynnt um að börnin væru laus úr haldi og kæmu til að taka á móti þeim.
„Við áttum trúnaðarsamtöl við alla fanga til að heyra áhyggjur þeirra, tryggja að þeir hefðu verið í sambandi við fjölskyldur sínar og fengum nauðsynlegar upplýsingar til að fylgja málum þeirra eftir ef með þarf,“ sagði Robert Zimmerman, yfirmaður verndarmála Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.
CC BY-NC-ND / ICRC / Karrar al-Moayyad
Eins og við allar aðgerðir af þessu tagi mat heilbrigðisstarfsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins heilsufar fanganna áður en þeim var sleppt, gekk úr skugga um að þeir væru hæfir til að ferðast og kom með tillögur til yfirvalda fyrir þá sem þurftu á sérstökum ráðstöfunum á að halda.
Alþjóða Rauði krossinn lítur á lausn fanganna sem jákvætt skref sem vonandi mun endurvekja Stokkhólmssamkomulagið, sem fylkingarnar undirrituðu í desember 2018, um lausn fanga, flutninga og heimsendingu (e. repatriation) fanga tengdum átökunum.
Frá apríl til ágúst í ár kom Alþjóðaráð Rauða krossins sem hlutlaus milligönguaðili að flutningi á 31 barni sem áður var í haldi í Sádi Arabíu en síðar flutt til Ma´rib í Jemen. Þaðan voru þau flutt til Sanaa þar sem þau voru sameinuð fjölskyldum sínum að nýju.
Rauði krossinn á Íslandi með dyggum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins hefur stutt aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen sl. ár.
„Í lok síðasta árs stóð Rauði krossinn á Íslandi fyrir neyðarsöfnun vegna ástandsins í Jemen þar sem 47 milljónir króna söfnuðust, en það jafngildir mat fyrir 49.000 börn í mánuð. Það er afskaplega mikilvægt að styðja við fólk í Jemen þar sem aðstæður eru hreint út sagt skelfilegar. Alþjóðaráð Rauða krossins vinnur ómetanlegt starf á svæðinu og sést það á þessum fréttum sem voru að berast frá Sanaa“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.