Almennar fréttir
Fjölbreytt vinaverkefni Rauða krossins
06. febrúar 2019
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili.
Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í hálftíma í senn um daginn og veginn, í stað þess að heimsækja fólk á stofnanir eða inn á einkaheimili. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu.
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundar eru að heimsækja á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og einnig mörgum dvalarheimilum á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk getur. Í upphafi hundaheimsókna þá var nánast eingöngu verið að heimsækja á dvalarheimili og stofnanir en það hefur aukist töluvert að það sé verið að heimsækja með hund á einkaheimili. Það er fólk á öllum aldri sem nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Hægt er að lesa nánar um verkefnin og skrá sig á eftirfarandi hlekkjum og leiðbeiningarblöðum:
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/heimsoknarvinir/hundavinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.