Almennar fréttir
Fjáröflun í bílskúrnum
12. nóvember 2020
Börn komu færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum
Í byrjun október komu börn færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum með peningagjöf, en þau höfðu safnað 10.380 krónum með opnun búðar í bílskúrnum hjá einu þeirra þar sem dót og nammi var til sölu.
Þau óskuðu þess að peningarnir nýttust börnum erlendis sem þurfa á aðstoð að halda. Það er fallega hugsað og Rauði krossinn lætur það sem safnast á tombólum og öðrum slíkum söfnunum alltaf renna til barna sem á þurfa að halda erlendis.
Börnin heita Kolbrún Pálína Kristmundsdóttir, Inga Hrafney Stefánsdóttir, Vigdís Lóa Gísladóttir, Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir og Matthías Fannberg Gíslason. Með þeim á myndinni er Ragnhildur sjálfboðaliði Rauða krossins. Á myndina vantar Ásdísi Erlu Björgvinsdóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.