Verkefnin hlutu styrki frá félagsmálaráðuneytinu nýverið
\r\nAlmennar fréttir
Félagsvinir eftir afplánun og Ung og öflug hlutu styrki
11. mars 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlutu tvö verkefni Rauða krossins styrki frá félagsmálaráðuneytinu. Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun fékk 3,5 milljónir til að styðja styðja þátttakendur við endurkomu í samfélagið að lokinni afplánun. Einnig fékk verkefnið Ung og öflug 500 þúsund króna styrk til áframhaldandi starfa með ungu fólki.
Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun hefur vakið mikla athygli að undanförnu enda mikil þörf á því að styðja við þennan hóp einstaklinga. Rauði krossinn hefur lagt mikla áherslu á að fá til sín einstaklinga sem hafa lokið afplánun og kynna fyrir þeim verkefnið og þá aðstoð sem í boði er. Vonir eru bundnar við að verkefnið festi sig í sessi fyrir þá einstaklinga sem þurfa á stuðninig að halda.
Hægt er að lesa meira um verkefnið hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.