Almennar fréttir
Félagsmálaráðuneytið styður við 1717
27. mars 2020
Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið að styðja við þjónustuna
Af vef félagsmálaráðuneytisins:
Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið að styðja við þjónustuna. Stuðningurinn mun efla Hjálparsímann og netspjallið í að sinna meðal annars fjölskyldum, börnum og ungmennum, fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlendum uppruna á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru uppi vegna COVID-19
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er opið allan sólarhringinn þar sem þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og skilaboðum sem berast. Auk þess að styðja við og efla það starf sem þar er þegar unnið mun félagsmálaráðuneytið tengja Hjálparsímann við aðra aðila sem veita viðkvæmum hópum þjónustu og ráðgjöf, bæði stofnanir og félagasamtök. Starfsfólk Hjálparsímans mun þannig leitast við að greina aðstæður þeirra sem hafa samband, veita þeim hefðbundinn stuðning og vísa þeim á fagaðila sem gætu boðið viðkomandi frekari aðstoð eftir eðli vandans. Sérstök áhersla verður lögð á að efla netspjall Rauða krossins, en það er sú leið sem flest börn og ungmenni nýta til að hafa samband. Markmiðið er að tryggja að greiður aðgangur sé að stuðningi og aðstoð fyrir þá sem það þurfa, vegna álags, streitu, ofbeldis, vanlíðan eða annarra orsaka.
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Þegar álag og streita í samfélögum er mikil, leikur stuðningur og ráðgjöf mikilvægt hlutverk. Með þessu samstarfi viljum við að tryggja það að viðkvæmir hópar í samfélaginu fái nauðsynlegan stuðning og þjónustu á þessum óvenjulegu tímum.“
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi: „Við erum þakklát fyrir aukinn stuðning frá félagsmálaráðuneytinu sem gerir okkur kleift að sinna hlutverki okkar enn betur núna og komið til móts við þarfir fólks. Það hefur verið gríðarleg aukning í samtölum sem okkur berast sl. vikur og við höfum fjölgað mjög þeim sem svara í símann. Sjálfboðaliðar hafa brugðist vel við og eru ómetanlegir fyrir okkar starf.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.