Almennar fréttir
Fataúthlutunarstöð opnuð
17. mars 2022
Rauði krossinn bregst við mikilli neyð fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín án allra nauðsynja og mun breyta verslun sinni við Hlemm (Laugaveg 116) tímabundið í fataúthlutunarstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Þetta er gert til þess að geta þjónustað fólk betur með þarfir hvers og eins í huga og verður opið milli kl. 12 og 16 a.m.k. fyrst um sinn.
Rauði krossinn bregst við mikilli neyð fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín án allra nauðsynja og mun breyta verslun sinni við Hlemm (Laugaveg 116) tímabundið í fataúthlutunarstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Þetta er gert til þess að geta þjónustað fólk betur með þarfir hvers og eins í huga og verður opið virka daga á milli kl. 12 og 16 a.m.k. fyrst um sinn.
Rétt er að taka fram að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk eru velkomin og að áfram verður tekið á móti hefðbundnum fatakortum í verslun Rauða krossins í Mjódd.
Versluninni við Hlemm verður lokað sem hefðbundinni verslun á meðan, en opnunartími allra annarra verslana Rauða krossins breytist ekki. Upplýsingar um fataverslanir Rauða krossins er að finna hér.
Fatasöfnun Rauða krossins fer fram um allt land og hægt er að gefa föt til flóttafólks í fatagáma Rauða krossins. Staðsetningar fatagáma má finna hér. Sérstaklega er óskað eftir hlýjum vetrarfatnaði fyrir flóttafólk, eins og úlpum og vetrarskóm og hversdagsfatnaði, sokka og nærfatnaði. Hægt er að senda tölvupóst á fataflokkun@redcross.is ef um stærri gjafir er að ræða.
Í síðustu viku sendi Rauði krossinn 70 milljónir, sem safnast höfðu í neyðarsöfnun félagsins og með stuðningi utanríkisráðuneytisins, til mannúðaraðgerða Alþjóða Rauða krossins í og við Úkraínu. Neyðarsöfnun félagsins heldur áfram en frá og með deginum í dag nær söfnunin einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins vegna þeirra sem flýja átökin í Úkraínu til Íslands.
Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins með eftirtöldum leiðum:
- SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)
- Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
- Kass: raudikrossinn eða 7783609
- Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.