Almennar fréttir
Ert þú klár í 3 daga?
08. janúar 2020
Veður og aðstæður í lok síðasta árs og nú í byrjun þess nýja gefa fullt tilefni til að minna okkur öll á að vera tilbúin ef hamfarir eða neyðarástand dynur yfir.
Veður og aðstæður í lok síðasta árs og nú í byrjun þess nýjagefa fullt tilefni til að minna okkur öll á að vera tilbúin ef hamfarir eðaneyðarástand dynur yfir.
Reynslan hefur sýnt að það að vera vel undirbúin getur skiptsköpum þegar t.d. rafmagnsleysi á sér stað. Það er gott að vita hvernig skulibregðast við þegar slokknar á öllu, net- og símasamband dettur út eða vegirverða ófærir. Að sama skapi minnkar góður undirbúningur álag á viðbragðsaðilumt.d. björgunarsveitum.
Vont veður og áhrif þess getur haft áhrif á líðan okkar. Þaðer óþægilegt að vera lokuð frá umheiminum, án rafmagns, síma og nets. Rauðikrossinn vill þannig einnig minna á Hjálparsímann 1717 sem er opinn allansólarhringinn, allan ársins hring og þar er hægt að ræða um líðan sína við velþjálfaða sjálfboðaliða.
Hér er gátlisti yfir hluti sem er gott að hafa tiltæka á vísum stað sem allir fjölskyldumeðlimir geta nálgast.
- Listi yfir mikilvæg símanúmer - Fjölskyldumeðlimir og viðbragðsaðilar, s.s. 112.
- Kerti og eldspýtur - Ef rafmagn þrýtur er nauðsynlegt að geta tendrað ljós og kveikt upp í eldunargræjum.
- Sterkt viðgerðarlímaband - Mjög gagnlegt í minni viðgerðir og skammtímareddingar .
- Hreinlætisvörur - Tannbursta, bleyjur, sápu, dömubindi/túrtappa, svitalyktareyði o.s.frv.
- Útvarp með langbylgju (upptrekt eða með rafhlöðum) - Þinn besti möguleiki á að fá upplýsingar um ástand ef sambandsleysi á sér stað.
- Vasaljós með rafhlöðum
- Reiðufé
- Leikföng og spil - Nauðsynlegt fyrir börn jafnt sem fullorðna og fyrirtaks dægrastytting.
- Vatn á flöskum eða brúsa - Hver einstaklingur notar allt að fjóra lítra á dag.
- Teppi til að kúra saman í kuldanum - Muna að hafa nóg fyrir alla á heimilinu.
- Matur með langt geymsluþol (dósamatur, pakkamatur, þurrmeti) - Svo er bara að borða hann í útilegum á sumrin og fylla aftur á með haustinu.
- Vasahnífur eða fjölnota verkfæri - Nauðsynlegt í minniháttar viðgerðir og skítamix..
Annað sem er mikilvægt að hafa í huga:
- Skyndihjálpartaska er alltaf nauðsynleg á hvert heimili. Hana má kaupa hjá Rauða krossinum .
- Prímus og gaskút er nauðsynlegt að eiga - það er leiðinlegra að borða dósamatinn kaldan. Þá virkar gasgrill líka.
- Slökkvitæki
- Hafðu nóg eldsneyti á bílnum ef hættuástand skapast - þannig geturðu hlaðið síma og fylgst með fréttum í útvarpinu ef samband er til staðar.
- Kynntu þér staðsetningu næstu fjöldahjálparstöðvar. HÉR má finna staðsetningar á landinu.
- Náðu í skyndihjálparappið á App Store eða Google Play. Þar er einnig kafli um neyðarvarnir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.