Almennar fréttir

EMC Rannsóknir styrkja Rauða krossinn

07. desember 2020

EMC Rannsóknir færðu Rauða krossinum 200.000 króna styrk til alþjóðaverkefna

EMC Rannsóknir færðu Rauða krossinum 200.000 króna styrk í liðinni viku.

Þegar þátttakendur svara spurningakönnunum fyrirtækisins lætur EMC 10 krónur renna til góðs málefnis og í ár varð alþjóðastarf Rauða krossins á Íslandi fyrir valinu. Fjármagnið rennur til verkefna okkar í Palestínu að þessu sinni og kemur að góðum notum í miðjum heimsfaraldri.

Takk kærlega fyrir þetta góða framlag EMC Rannsóknir og þáttakendur!