Almennar fréttir
Bókagjafir til skjólstæðinga Rauða krossins
13. desember 2018
Barnabókahöfundar gáfu flóttabörnum bækur og bókaforlagið Bjartur gaf gestum Vinjar tíu bækur
Í vikunni bárust skjólstæðingum Rauða krossins góðar bókagjafir í aðdraganda jólanna.
Barnabókahöfundar gáfu flóttabörnum barnabækur á fundi sínum í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Bókunum var pakkað inn og munu starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá til þess að bækurnar komist í góðar hendur fyrir jólin.
Einnig gaf bókaforlagið Bjartur Rauða krossinum í Reykjavík tíu bækur sem gefnar verða gestum Vinjar. Bækurnar munu koma að góðum notum þar sem fjölmargir gestir nýta sér þjónustu Vinjar í kringum hátíðarnar.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.