Almennar fréttir
Bjargvættir í stað Barna og umhverfis
03. maí 2022
Skyndihjálparnámskeiðin Bjargvættir hafa verið sett á laggirnar og taka við af hinum sívinsælu námskeiðum Börnum og umhverfi.
Bjargvættir er skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum frá 12-16 ára aldri þar sem farið er í grunnatriði skyndihjálpar og þátttakendur öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Börn og umhverfi voru bæði fróðleg og gagnleg fyrir börn og ungmenni, en forveri þeirra voru „barnapíunámskeið“ - námskeið sem voru barn síns tíma, sótt af börnum sem vildu taka að sér slík störf. Það að gæta barna er mikið ábyrgðastarf og Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að standa fyrir slíkum námskeiðum lengur.
Hér má sjá hvenær skyndihjálparnámskeið Rauða krossins eru á dagskrá.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.