Almennar fréttir
Bjargvættir í stað Barna og umhverfis
03. maí 2022
Skyndihjálparnámskeiðin Bjargvættir hafa verið sett á laggirnar og taka við af hinum sívinsælu námskeiðum Börnum og umhverfi.
Bjargvættir er skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum frá 12-16 ára aldri þar sem farið er í grunnatriði skyndihjálpar og þátttakendur öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Börn og umhverfi voru bæði fróðleg og gagnleg fyrir börn og ungmenni, en forveri þeirra voru „barnapíunámskeið“ - námskeið sem voru barn síns tíma, sótt af börnum sem vildu taka að sér slík störf. Það að gæta barna er mikið ábyrgðastarf og Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að standa fyrir slíkum námskeiðum lengur.
Hér má sjá hvenær skyndihjálparnámskeið Rauða krossins eru á dagskrá.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.