Almennar fréttir
Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi
27. nóvember 2023
Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.

Í byrjun október hélt Rauði krossinn á Íslandi leiðbeinendanámskeið í sálrænni fyrstu hjálp fyrir 17 starfsmenn og sjálfboðaliða. Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn heldur námskeiðið með þessu sniði, en námskeiðið er hluti af aukinni áhersla á sálfélagslegan stuðning hjá félaginu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðustu ár unnið eftir stefnu sem á ensku kallast „PFA for all“ eða „sálfélagsleg fyrsta hjálp fyrir öll“, en stefnt er að því að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í verkefnum Rauða krossins fái slíka þjálfun.
Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ályktunar um mikilvægi geðheilbrigðis og þess að auka sálfélagslegan stuðning og fræðslu um geðheilbrigði. Ályktunin var samþykkt af Rauði krossinum á Íslandi, íslenskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkjum og landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem tóku þátt í ríkjaráðstefnu hreyfingarinnar árið 2019.
Stór styrkur eflir þjónustuna
Rauði krossinn á Íslandi fékk nýlega yfir 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við EU4Health áætlun sambandsins, en markmið hennar að efla enn frekar sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur þurft að flýja átökin í Úkraínu.
Þessi styrkur gerir okkur kleift að auka þjálfun í sálfélagslegum stuðningi og á næstu misserum getur Rauði krossinn boðið upp á 8,5 klst löng námskeið í sálrænni fyrstu hjálp, sem gefa þátttakendum meira rými til að æfa sig og ná öryggi í aðferðafræðinni.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.