Almennar fréttir
Arion banki styrkir Rauða krossinn
01. apríl 2022
Viðskiptavinir Arion banka og bankinn styrktu Rauða krossinn um rúmar 10 milljónir króna vegna móttöku flóttafólks
Viðskiptavinir Arion banka og Arion banki gáfu fyrr í vikunni rúmar tíu milljónir króna til verkefna Rauða krossins á Íslandi í tengslum við móttöku flóttafólks hér á landi. Rúmar fimm milljónir komu úr söfnunarbaukum sem eru í útibúum bankans um land allt og bankinn gaf sömuleiðis fimm milljónir. Í tengslum við afhendingu styrksins var starfsfólk Rauða krossins með fræðslu fyrir starfsfólk bankans um stöðu flóttafólks.
Arion banki hvetur fleiri fyrirtæki til að leggja Rauða krossinum lið en búist er við mikilli aukningu á komu flóttafólks hingað til lands á næstu vikum og mánuðum. Einstaklingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með mánaðarlegum framlögum eða með því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.