Almennar fréttir
Alþjóðadagur baráttunnar gegn limlestingum kynfæra kvenna
06. febrúar 2021
6. febrúar er alþjóðadagur gegn limlestingum kynfæra kvenna (FGM). Rauði krossinn styður við verkefni í Sómalíu þar sem samfélög eru frædd um skaðsemi limlestingar á kynfærum kvenna.
Í dag, 6. febrúar, er alþjóðadagur gegn limlestingum kynfæra kvenna.
Rauði krossinn styður við verkefni í Sómalíu þar sem samfélög eru frædd um skaðsemi limlestingar á kynfærum kvenna. MannvinirRauða krossins styðja við þetta mikilvæga verkefni.
Myndin hér að ofan er frá þjálfun sjálfboðaliða í Sómalílandi í verkefninu Continuum of Care.
Nuura og Ameena
Lífsbaráttan er hörð á hverjum degi í Sómalílandi, en þegar heimsfaraldur Covid19 breyddist út jukust áskoranirnar til muna. Á síðasta ári lokaði ríkisstjórnin landinu í nokkra mánuði auk þess sem öll opinber starfsemi lokaði og viðburðum var aflýst. Skólum og öðrum menntastofnunum var einnig lokað. Nuura, sjö ára, var heima og aðstoðaði móður sína, Ameena, við húsverkin.
Ameena tilheyrir Kulmiye samfélaginu í Sómalílandi. Hún á þrjú börn, tvær stelpur og einn strák. Þar sem Nuura hefur verið mikið heimavið taldi móðir hennar að nú væri góður tími til að framkvæma limlestingu á kynfræum Nuuru (e. Female Genital Mutilation) og var aðgerðin framkvæmd samkvæmt gömlum hefðum. Limlesting á kynfærum kvenna er algeng siðvenja alls staðar í Sómalílandi. Fjölmargar stofnanir og frjáls félagasamtök reyna að koma í veg fyrir að aðgerðirnar séu framkvæmdar, en samt sem áður eru stelpur allt frá fjögurra ára til fjórtán ára enn neyddar til þess að undirgangast hana.
Sómalski Rauði hálfmáninn hefur unnið að þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða tengdum ýmsum málefnum er varða jafnrétti, vernd og þátttöku án aðgreiningar (e. protection, gender and inclusion). Í þjálfuninni er vakin athygli á og samfélagið virkjað gegn limlestingum kynfæra kvenna.
„Ég trúi því persónulega að ef við höldum áfram að vekja athygli samfélagsins á þessum málefnum og náum til ákveðinna hópa munum við geta bjargað mörgum ungum stúlkum og konum frá aukaverkunum af limlestingum kynfærra kvenna“ segir Aziza Abdikadir Hassan, verkefnastjóri jafnréttismál (e. gender and diversity manager) hjá sómalska Rauða hálfmánanum.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans á öllum sex svæðum Sómalílands hafa fengið þjálfun og fræðslu um skaðsemi limlestinga kynfæra kvenna. Þau halda síðan áfram að bera út boðskapinn til að ná fram hugarfarsbreytingu til limlestinga á kynfærum kvenna í samfélaginu.
Ameena hafði aldrei heyrt um áhættuna sem fylgir limlestingum á kynfærum kvenna og vissi þannig ekki hversu mikinn skaða hún gæti valdið dóttur sinni sem henni þykir afskaplega vænt um.
„Ég var fáfróð um skaðlegar afleiðingar, fylgikvilla og aukaverkanir sem fylgja limlestingu á kynfærum kvenna þar til sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans komu heim til mín og fræddu mig um áhættuna. Nú mæti ég reglulega á upplýsingafundi um heilsufarslegar afleiðingar og er þakklát fyrir fræðsluna frá sjálfboðaliðunum“ sagði Ameena.
Það að breyta hegðun og atferli heils samfélags er ekki lítið verk. Í tilfelli Ameenu þurfti nokkrar heimsóknir til að koma henni í skilning um hættuna sem limlesting kynfæra kvenna getur valdið. Ameena hefur ákveðið að láta ekki yngstu dóttur sína undirgangast aðgerðina og er nú sjálf orðinn virk í að vekja athygli á skaðsemi limlestinga í Kilmiye héraðinu í Sómalílandi.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á neikvæðar afleiðingar á velferð stúlkna og kvenna vegna limlestinga kynfæra sinna sem fylgir þeim í gegnum lífið. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að taka þátt í forvörnum en hefur ekki alltaf rými til þess í störfum sínum. Aziza er meðvituð um þessa brotalöm eftir að hafa unnið með heilbrigðisráðuneytinu í Sómalílandi að málefnum kynjanna, kynferðislegu- og kynbundnu ofbeldi og barnavernd. Þótt ákveðin skref hafi verið tekin í þá átt að fækka limlestingum er mikil vinna framundan.
„Við erum þakklát fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi og í Kanada og hlökkum til að vinna áfram að fræðslu um þessi málefni til þess að styðja við dætur okkar, systur og mæður framtíðarinnar“
Athugið að nöfnum í frásögninni hefur verið breytt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.