Almennar fréttir
Allir út að ganga! Gönguvinir er nýtt verkefni hjá Rauða krossinum
05. maí 2020
Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna.
Allir út að ganga!
Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Annað mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu eru félagsleg tengsl.
Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn í Kópavogi hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.
Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun.
Ávinningur þess að taka þátt er:
- Útivera
- Fá frískt loft
- Hreyfing
- Góður félagsskapur
Ef þú vilt fá gönguvin þá er hægt að sækja um hér og ef þú vilt gerast sjálfboðaliði þá er hægt að sækja um hér.
Verkefnið Gönguvinir er eitt af vinaverkefnum Rauða krossins sem hafa það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Nú getur fólk því sótt um að fá gönguvin, heimsóknarvin, símavin og hundavin.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.