Almennar fréttir
Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi
04. apríl 2023
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Umræða hefur verið á Íslandi um notkun á sérstöku sogtæki til þess að losa aðskotahlut í öndunarvegi en bæði Rauði krossinn á Íslandi og Endurlífgunarráð Íslands hafa fengið fyrirspurnir og ábendingar frá almenningi um þetta tæki, sérstaklega varðandi notkun þess á börnum.
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð hafa tekið þá sameiginlegu afstöðu að mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Í dag eru ekki til fullnægjandi rannsóknir og gögn um virkni og öryggi þessa tækis. Einnig eru áhyggjur um að notkun sogtækis geti leitt til þess að seinkun verði á því að veitt sé viðurkennd skyndihjálparaðferð við að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Gögnin sem stuðst var við í ákvörðunartökunni eru eftirfarandi:
ILCOR
Removal of foreign body airway obstruction (BLS 368): Systematic Review (ilcor.org)
IFRC
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.