Almennar fréttir
Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins
08. febrúar 2023
Hér geturðu nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.

Hvað gerir Rauði krossinn?
- Rauði krossinn hóf strax söfnun til styrktar fórnarlömbum skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarfé rennur allt til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum.
- Rauða krossinn sendir sérþjálfaða sendifulltrúa á jarðskjálftasvæðin til aðstoðar.
Hvaða aðstoð veitir Rauði krossinn hér á Íslandi?
- Alvarleg atvik sem þessi hafa áhrif á líðan okka Hér má finna efni á nokkrum tungumálum um algeng viðbrögð og bjargir. Sjá einnig í viðhengi á íslensku, ensku og arabísku.
- Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er svarað á íslensku og ensku.
- Rauði krossinn rekur leitarþjónustu á heimsvísu. Þau sem sakna ættingja/vina sem þau telja hafi verið á umræddu hamfarasvæði geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið: tracing@redcross.is. Þá er útbúin leitarbeiðni með upplýsingum um þá sem saknað er og send í alþjóðaleitarkerfi Rauða krossins.
- Einnig er hægt að koma í opna viðtalstíma hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu í Árskógum 4, á miðvikudögum kl. 12-15 - og Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 8, á fimmtudögum kl. 12-15.
Hafa þarf í huga að síma- og rafmagnsleysi á staðnum getur haft áhrif á að ekki náist samband við þá sem saknað er fyrst um sinn.
Hvað get ég gert?
- Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta lagt söfnuninni lið hér. Fé sem safnast er notað í beina aðstoð á hamfarasvæði með lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og stuðningi.
- Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styðja þar með hjálparastarfið með reglulegum framlögum.
- Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og taka m.a. þátt í að aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín vegna hamfara eða stríðsástands.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.