Almennar fréttir
Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins
08. febrúar 2023
Hér geturðu nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.
Hvað gerir Rauði krossinn?
- Rauði krossinn hóf strax söfnun til styrktar fórnarlömbum skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarfé rennur allt til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum.
- Rauða krossinn sendir sérþjálfaða sendifulltrúa á jarðskjálftasvæðin til aðstoðar.
Hvaða aðstoð veitir Rauði krossinn hér á Íslandi?
- Alvarleg atvik sem þessi hafa áhrif á líðan okka Hér má finna efni á nokkrum tungumálum um algeng viðbrögð og bjargir. Sjá einnig í viðhengi á íslensku, ensku og arabísku.
- Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er svarað á íslensku og ensku.
- Rauði krossinn rekur leitarþjónustu á heimsvísu. Þau sem sakna ættingja/vina sem þau telja hafi verið á umræddu hamfarasvæði geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið: tracing@redcross.is. Þá er útbúin leitarbeiðni með upplýsingum um þá sem saknað er og send í alþjóðaleitarkerfi Rauða krossins.
- Einnig er hægt að koma í opna viðtalstíma hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu í Árskógum 4, á miðvikudögum kl. 12-15 - og Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 8, á fimmtudögum kl. 12-15.
Hafa þarf í huga að síma- og rafmagnsleysi á staðnum getur haft áhrif á að ekki náist samband við þá sem saknað er fyrst um sinn.
Hvað get ég gert?
- Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta lagt söfnuninni lið hér. Fé sem safnast er notað í beina aðstoð á hamfarasvæði með lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og stuðningi.
- Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styðja þar með hjálparastarfið með reglulegum framlögum.
- Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og taka m.a. þátt í að aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín vegna hamfara eða stríðsástands.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.