Almennar fréttir
Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins
08. febrúar 2023
Hér geturðu nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.

Hvað gerir Rauði krossinn?
- Rauði krossinn hóf strax söfnun til styrktar fórnarlömbum skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarfé rennur allt til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum.
- Rauða krossinn sendir sérþjálfaða sendifulltrúa á jarðskjálftasvæðin til aðstoðar.
Hvaða aðstoð veitir Rauði krossinn hér á Íslandi?
- Alvarleg atvik sem þessi hafa áhrif á líðan okka Hér má finna efni á nokkrum tungumálum um algeng viðbrögð og bjargir. Sjá einnig í viðhengi á íslensku, ensku og arabísku.
- Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er svarað á íslensku og ensku.
- Rauði krossinn rekur leitarþjónustu á heimsvísu. Þau sem sakna ættingja/vina sem þau telja hafi verið á umræddu hamfarasvæði geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið: tracing@redcross.is. Þá er útbúin leitarbeiðni með upplýsingum um þá sem saknað er og send í alþjóðaleitarkerfi Rauða krossins.
- Einnig er hægt að koma í opna viðtalstíma hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu í Árskógum 4, á miðvikudögum kl. 12-15 - og Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 8, á fimmtudögum kl. 12-15.
Hafa þarf í huga að síma- og rafmagnsleysi á staðnum getur haft áhrif á að ekki náist samband við þá sem saknað er fyrst um sinn.
Hvað get ég gert?
- Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta lagt söfnuninni lið hér. Fé sem safnast er notað í beina aðstoð á hamfarasvæði með lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og stuðningi.
- Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styðja þar með hjálparastarfið með reglulegum framlögum.
- Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og taka m.a. þátt í að aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín vegna hamfara eða stríðsástands.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.