Almennar fréttir

Áfallamiðstöð opin á Egilsstöðum í dag

27. ágúst 2021

Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu. Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning.

Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu.

Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning. Öll velkomin en foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og vanlíðan.

Við minnum á Hjálparsímann 1717 og netspjallið á 1717.is þar sem sækja má stuðning, ráðgjöf og fræðslu í trúnaði og nafnleynd, allan sólarhringinn.