Almennar fréttir
Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar?
28. maí 2020
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina – slysin gera ekki boð á undan sér. Skyndihjálpartaska ásamt kunnáttu á réttum handtökum getur bjargað mannslífum ef slysin gerast.
Í töskunni er að finna allar helstu upplýsingar um rétt viðbrögð á slysstað eða við skyndilegum veikindum. Taskan inniheldur sótthreinsiklúta, grisjur, einnota hanska, kælipoka, skæri, teygjubindi, þrúgusykur, ályfirbreiðslu og ýmislegt fleira.
Hægt er að láta fylla á töskuna í næstu lyfjaverslun/apóteki.
Um leið og þú kaupir skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að versla töskuna á vef Rauða krossins eða koma á Landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Taskan kostar 8.990 krónur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.